10. júní 2024 á Vatnsleysuströnd
Vortímataka Breiðabliks
Grunnupplýsingar
Mótið
Keppnin fer fram á TT braut sem byrjað var að nota árið 2019. Bílastæði við íþróttamiðstöðina í Vogum og salernisaðstaða er í Vogabæjarhöllinni. Ræsing og endamark eru á Vatnsleysustrandavegi, um 100 m frá gatnamótum Vogavegar. Hjólað í norðaustur eftir Vatnsleysustrandavegi um 11 km leið og snúið við á (fyrra) hringtorginu við Reykjanesbraut og sama leið hjóluð til baka. Heildarhækkun í brautinni er um 50 m.
Því miður er sundlaugin lokuð mánudaginn 10. júní svo það verður ekki unnt að bjóða keppendum í sund eftir mót. Hægt verður að nýta salerni í Vogabæjarhöllinni kl. 18-21.
Ráslisti verður gefinn út eftir að skráningarfrestur rennur út.
Dómarar
Enginn dómari þar sem keppendur eru færri en 50. Regla 1.6.4.
Keppnisgjald
Eldri en 19 ára
Skráningargjald er 4.000 kr.
Skráningu lýkur kl. 19:00, sunnudaginn 9. júní 2024.
Yngri en 19 ára
Skráningargjald er 3.000 kr.
Skráningu lýkur kl. 19:00, sunnudaginn 9. júní 2024.
Tengiliðir
Mótsstjóri:
María Sæm Bjarkardóttir, 864-9640, maria.saem@simnet.is
Mótanefnd:
Sveinn Jónsson, 899-2572
Andri Már Helgason, 849-8989
Skráning í mót
Skráning í mótið
Skráning í mótið fer fram í gegnum skráningarkerfi HRÍ.
Flokkar
Karlar
Konur
A-Flokkur
B-Flokkur
A-Flokkur
B-Flokkur
Drengir
Stúlkur
U13
U15
U17
Junior
U13
U15
U17
Junior
Dagskrá á mótsdag
Afhending keppnisgagna
18:00 - 18:45
18:00 - 18:45
Fyrsta ræsing
19:00
19:00
Verðlaunaafhending í Vogabæjarhöll
Hefst um leið og síðasti keppandi kemur í mark.
Hefst um leið og síðasti keppandi kemur í mark.
Ráslisti
Keppnisgögn og afhending
Númer og tímatökuflaga
Tímaflögu skal festa á gaffal, þeim megin sem bremsudiskur er ekki, með þar til gerðum plastbenslum
Keppendur án tímaflögu eða rangt festa fá ekki tíma.
Keppendur þurfa að ganga frá leigu/kaupum á tímatökuflögu í gegnum TÍMATAKA: Flögusala / Flöguleiga (timataka.net)
Keppnisreglur
Um keppnina gilda reglur HRÍ.
Keppendur eru hvattir til að kynna sér reglur fyrir keppni til að koma í veg fyrir misskilning eða atvik sem geta leitt til brottvikningu úr keppninni. Sérstök áhersla er lögð á kafla 4.7 er snúa að tímatöku.
Kafli 4.7
4.7.1
Keppendur hjóla einir í tímatökukeppni og án utanaðkomandi aðstoðar. Keppendum er óheimilt að hjóla með öðrum keppendum eða nýta sér skjól eða kjölsog af öðrum keppendum eða ökutækjum sem kunna að vera í keppnisbraut. Ef keppandi nær öðrum keppanda sem ræstur var á undan þarf hraðari keppandinn að taka fram úr þeim hægari með því að vera a.m.k. 1,5 metra til hliðar við hann og án þess að nýta sér skjól af honum. Það er skylda hægari keppandans að vera kominn a.m.k. 25 metra fyrir aftan þann hraðari innan næstu 1.000 metra. Óheimilt er fyrir hægari keppanda að reyna að taka fram úr þeim hraðari nema hafa fyrst farið a.m.k. 25 metra fyrir aftan þann hraðari.
4.7.2
Keppendur í A-flokk/Elite skulu ræstir út með að minnsta kosti 60 sek millibili. Aðra flokka má ræsa með 30 sek millibili. Að minnsta kosti 60 sek. skulu líða milli ræsinga á milli flokka.
4.7.3
Rásröð skal miðast við stöðu í bikarmótaröð keppnistímabilsins. Á fyrsta móti tímabils skal miða við úrslit bikarmótaraðar síðasta keppnistímabils. Ríkjandi Íslandsmeistari skal þó ávallt ræsa síðastur óháð stöðu viðkomandi í mótaröð. Keppnishaldari ræður röð keppenda á ráslista sem ekki hafa stig í mótaröð. Þeir skulu þó ræsa á undan keppendum sem hafa stig.
4.7.4
Í ræsingu skal halda keppendum og skulu allir keppendur fá slíka aðstoð frá starfsmanni á vegum keppnishaldara. Keppendum er frjálst að afþakka hald kjósi þeir svo. Ekki má ýta keppendum af stað.
4.7.5
Keppandi skal ræsa samkvæmt fyrirmælum ræsis, eftir niðurtalningu. Einnig er heimilt að nota rafræna klukku til ræsingar. Ef keppandi kemur of seint í ræsingu skal tímataka hans hefjast frá áður ákveðnum rástíma hans. Þegar keppandi fer of seint af stað skal þess gætt að trufla ekki aðra sem verið er að ræsa. Ræsir hefur heimild til að halda seinum keppanda í rásmarki til að trufla ekki aðra keppendur sem eru að ræsai.
4.7.6
Keppendur mega ekki þiggja fylgd eða hvatningu frá aðila í ökutæki á ferð. Mótsstjórn getur ákveðið í sérstökum tilfellum að leyfa einum fylgdarbíl að fylgja hverjum keppanda.
4.7.7
Fulltrúi frá HRÍ skal vera í öllum leyfilegum fylgdarbílum og skal ökutækið alltaf vera a.m.k. 20 metrum fyrir aftan viðkomandi keppanda. Þurfi keppandi aðstoð úr fylgdarbíl verður keppandi að stöðva áður en fylgdarbíll má nálgast keppanda.
Brautin, staðreyndir og ítarupplýsingar
Vegalengd
Allir keppendur hjóla 21,8 km. Ræsing og endamark eru á Vatnsleysustrandarvegi, um 100 m frá gatnamótum við Vogaveg. Hjólað í norðaustur eftir veginum um 11 km leið og snúið við á hringtorgi (fyrra hringtorgið) við Reykjanesbraut og sama leið hjóluð til baka. Heildar hækkun í brautinni er um 106 m.
Keppendur og aðrir gestir eru vinsamlegast beðnir um að aka ekki Vatnsleysustrandarveg eftir kl. 19:00 vegna upphitunar, heldur aka Vogaveg.
Keppendur er vinsamlegst beðnir um að kynna sér brautina fyrir keppni, með tilliti til ástand vegar.
Braut fyrir alla flokka
Leyfi Vegagerðar og Lögreglu
Öryggismál
Ef slys ber að höndum skal hringja í 112, svo láta keppnistjóra vita í síma. Sjá tengiliðaupplýsingar hér að ofan.
Ef um önnur atvik er að ræða eða keppendum vantar aðstoð skal hringja beint í keppnisstjóra.